Eiríkur er hættur

Eiríkur Önundarson, fyrirliði ÍR-inga.
Eiríkur Önundarson, fyrirliði ÍR-inga. mbl.is

Eiríkur Önundarson, leikmaður ÍR í körfuknattleik, segir að mikið þurfi að koma til ef hann eigi að halda áfram í körfunni. „Það þarf eitthvað mikið að koma til ef þetta var ekki síðasti leikurinn hjá mér,“ sagði Eiríkur eftir tapið í Keflavík í gærkvöldi.

„Þetta er örugglega minn síðasti leikur, en þegar maður labbar út eftir svona leik þá langar mann mikið til að spila meira og leiðrétta hjá sér það sem miður fór. En ég held það verði ekki. Það eru 99% líkur á að þetta hafi verið síðasti leikurinn minn. Það þarf mjög mikið að koma til ef ég á eftir að leika annan leik,“ sagði Eiríkur.

Hann verður 34 ára í haust og hefur verið lengi að, lék fyrst með meistaraflokki ÍR 1994, lék með KR 1998-99 og erlendis næsta tímabil þar á eftir en kom síðan heim til ÍR á nýjan leik. Hann hafði leikið 276 leiki fyrir þetta tímabil og gert í þeim 4.179 stig sem gera 15,1 stig að meðaltali í leik. Flest stig gerði hann í leik ÍR og Keflavíkur árið 2003 þegar hann setti 45 stig í 111:107 sigri ÍR.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert