Bryant fór á kostum í Madison Square Garden

Kobe Bryant gengur af leikvelli eftir að hafa átt stórleik …
Kobe Bryant gengur af leikvelli eftir að hafa átt stórleik í Bryant fór á kostum í Madison Square Garden í nótt og gert 61 stig. Reuters

Kobe Bryant fór hamförum í Madison Square Garden í nótt og skoraði 61 stig þegar LA Lakers lagði New York, 126:117, í frábærum leik. Bryant setti stigamet í höllinni og lék einn af sínum bestu leikjum á ferlinum, m.a. brást honum ekki bogalistinn í einu af 20 vítaskotum sínum í leiknum.

„Það er mikil blessun í því fólgin að gera það sem mann langar til og takast jafn vel til og raun ber vitni um," sagði Bryant m.a. í leikslok en hann skorað nærri helming stiga LA Lakers-liðsins að þessu sinni. Skiljanlega þá féllu aðrir leikmenn vallarins gjörsamlega í skuggann af stórleik kappans.

Áður hafði Michael Jordan gert 55 stig í leik í Madison Square Garden en stigametið átti Bernard King. Hann gerði 60 stig í leik um jólaleytið 1984.

Úrslit næturinnar:

Dallas - Orlando 105:95
Memphis - Washington 113:97
Miami - Clippers 119:95
New York - LA Lakers 117:126
Portland - New Orleans 97:89
Phoenix - Sacramento 129:81
Utah - Charlotte 105:86
San Antonio - Golden State 110:105 (að lokinni framlengingu).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert