Dallas slapp við að mæta Lakers

Dirk Nowitzki og félagar í Dallas unnu mikilvægan sigur í …
Dirk Nowitzki og félagar í Dallas unnu mikilvægan sigur í nótt. Reuters

Keppninni í NBA-deildinni í körfuknattleik lauk í nótt með fjórtán leikjum og þar með skýrðist endanlega hvaða lið myndu mætast í úrslitakeppninni. Þar bar helst til tíðinda að Dallas vann góðan útisigur á Houston og slapp þar með við að mæta LA Lakers í 1. umferðinni og tap gegn Toronto á heimavelli kostar það fyrir lið Chicago að það þarf að leika gegn meisturum Boston Celtics.

Tapið var afdrifaríkt fyrir Houston sem þar með datt niður í fimmta sæti Vesturdeildar og missti heimaleikjaréttinn í einvíginu við Portland í 1. umferðinni.

Cleveland gat leyft sér að tapa á heimavelli gegn Philadelphia í framlengdum leik, 110:111, en fer samt í úrslitin með bestan árangur allra liða og heimaleikjarétt út úrslitakeppnina.

Úrslitin í nótt:

Chicago - Toronto 98:109
Memphis - Atlanta 98:90
Miami - Detroit 102:96 (framlengt)
Orlando - Charlotte 98:73
Indiana - Milwaukee 115:108
Boston - Washington 115:107
New York - New Jersey 102:73
Dallas - Houston 95:84
Minnesota - Sacramento 90:97
San Antonio - New Orleans 105:98 (framlengt)
LA Clippers - Oklahoma City 85:126
Portland - Denver 104:76
Phoenix - Golden State 117:113
Cleveland - Philadelphia 110:111 (framlengt)

Í úrslitakeppninni mætast:

Austurdeild:
Cleveland - Detroit
Boston - Chicago
Orlando - Philadelphia
Atlanta - Miami

Vesturdeild:
LA Lakers - Utah
Denver - New Orleans
San Antonio - Dallas
Portland - Houston

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert