Chicago með besta vinningshlutfallið

Luol Deng leikmaður Chicago.
Luol Deng leikmaður Chicago. Reuters

NBA-deildakeppninni í körfuknattleik lauk í nótt og fram undan er úrslitakeppni þar sem Los Angeles Lakers á titil að verja. Chicago náði besta vinningshlutfalli allra liða í deildinni.

Chicago hafði betur á móti New Jersey, 97:92, og vann þar með níunda leikinn í röð. Kyle Korver skoraði 19 stig fyrir Chicago og Derreck Rose kom næstur með 15. Chicago vann 62 leiki en tapaði 20.

San Antonio Spurs sem hefur haft besta vinningshlutfallið megnið af tímabilinu gaf eftir á lokasprettinum og í nótt beið lægri hlut fyrir Phoenix, 106:103. Þar með tapaði Spurs 21. leiknum en liðið vann 61 leik. Marcin Gortat skoraði 21 stig fyrir Phoenix. Tim Duncan var stigahæstur leikmanna Spurs með 17 stig.

Meistarar Los Angeles Lakers lögðu Sacramento í framlengdum leik, 116:108. Með sigrinum tryggði Lakers sér annað sætið í Vesturdeildinni. Kobe Bryant átti flottan leik, skoraði 36 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en Lakers mætir New Orleans Hornets í 1. umferð úrslitakeppninnar.

Boston hrósaði sigri gegn New York, 112:102, þar sem Avery Bradley skoraði 20 stig fyrir Boston. Sasha Pavlovic var stigahæstur í liði New York með 19 stig. Þessi sömu lið eigast við í 1. umferð úrslitakeppninnar.

Miami átti ekki í vandræðum með Toronto en lokatölurnar urðu, 97:79.  Eddie House skoraði 35 stig fyrir Miami en hann skoraði sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Miami gat leyft sér að hvíla þrjár af stjörnum sínum, þá Dwyane Wade, Chris Bosh og LeBron James.

Úrslitin í nótt:

Boston - New York 112:102
Minnesota - Houston 102:121
Toronto - Miami 79:97
Oklahoma - Milwaukee 106:110
Cleveland - Washington 100:93
Charlotte - Atlanta 96:85
Chicago - New Jersey 97:92
Utah - Denver 107:103
Orlando - Indiana 92:74
Dallas - New Orleans 121:89
LA Clippers - Memphis 110:103
Golden State - Portland 110:86
Sacramento - LA Lakers 108:106 eftir framlengingu
Phoenix - SA Spurs 106:102

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert