Njarðvík samdi við Corbin

Corbin Jackson.
Corbin Jackson. Ljósmynd/Njarðvík

Njarðvíkingar hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Dominos-deild karla í körfuknattleik.

Suðurnesjaliðið hefur samið við bandaríska miðherjann Corbin Jackson um að leika með liðinu í vetur en hann kemur frá háskólaliðinu Florida Tech. Hann er 24 ára gamall og spilar í sömu deild og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson. Þar hefur hann verið valinn besti varnarmaður deildarinnar undanfarin þrjú ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert