Álftanes og Sindri komin í umspilið

Sinisa Bilic er í lykilhlutverki hjá Álftanesi og hann skoraði …
Sinisa Bilic er í lykilhlutverki hjá Álftanesi og hann skoraði 24 stig í sigrinum á Fjölni. Eggert Jóhannesson

Álftanes og Sindri gulltryggðu sér í gærkvöld sæti í umspilinu um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik.

Álftanes vann stórsigur á Fjölni, 123:79, og Sindri vann mjög öruggan sigur á Hamri í Hveragerði, 104:77.

Álftanes er komið með 30 stig í þriðja sætinu og Sindri 28 í því fjórða. Þau verða í umspilinu ásamt Hetti eða Haukum, eftir því hvoru toppliðanna mistekst að tryggja sér sigur í deildinni, og svo liðinu í fimmta sæti sem verður Fjölnir eða Selfoss. Fjölnir stendur vel að vígi með 26 stig en Selfoss er með 22 stig. 

Haukar og Höttur unnu stórsigra á Selfossi og ÍA og allt stefnir í hreina úrslitaleik þeirra á milli um sigurinn í deildinni og beint úrvalsdeildarsæti í lokaumferðinni.

Úrslitin í umferðinni sem var leikin í gærkvöld og fyrrakvöld:

Skallagrímur - Hrunamenn 86:98

Borgarnes, 1. deild karla, 11. mars 2022.

Gangur leiksins:: 2:5, 6:12, 15:14, 20:21, 29:30, 34:33, 41:38, 49:46, 53:51, 60:61, 62:70, 65:70, 69:75, 71:84, 76:88, 86:98.

Skallagrímur: Bryan Anthony Battle 23/5 fráköst, Simun Kovac 18/15 fráköst, Marinó Þór Pálmason 13/5 stoðsendingar, Almar Orn Bjornsson 10/5 fráköst, Arnar Smári Bjarnason 9, Bergþór Ægir Ríkharðsson 7, Davíð Guðmundsson 6.

Fráköst: 27 í vörn, 8 í sókn.

Hrunamenn: Clayton Riggs Ladine 26/9 fráköst/8 stoðsendingar, Karlo Lebo 22/10 fráköst, Óðinn Freyr Árnason 15, Yngvi Freyr Óskarsson 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Kent David Hanson 10/6 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Tjörvi Einarsson 8, Þórmundur Smári Hilmarsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Georgia Olga Kristiansen, Jón Svan Sverrisson.

Áhorfendur: 125

Álftanes - Fjölnir 123:79

Álftanes, 1. deild karla, 11. mars 2022.

Gangur leiksins:: 10:3, 17:11, 24:15, 31:20, 39:24, 48:29, 53:32, 60:37, 67:45, 75:52, 86:58, 94:61, 104:66, 113:73, 117:75, 123:79.

Álftanes: Sinisa Bilic 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Friðrik Anton Jónsson 20/13 fráköst/6 stoðsendingar, Ásmundur Hrafn Magnússon 20/4 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dino Stipcic 12/5 fráköst, Unnsteinn Rúnar Kárason 10, Eysteinn Bjarni Ævarsson 10/7 fráköst, Steinar Snær Guðmundsson 6, Magnús Helgi Lúðvíksson 3/7 fráköst, Grímkell Orri Sigurþórsson 3/4 varin skot.

Fráköst: 34 í vörn, 17 í sókn.

Fjölnir: Daníel Ágúst Halldórsson 22, Rafn Kristján Kristjánsson 18/15 fráköst, Ólafur Ingi Styrmisson 11, Hilmir Arnarson 9, Mirza Sarajlija 6, Karl Ísak Birgisson 5, Garðar Kjartan Norðfjörð 4, Ísak Örn Baldursson 2, Guðmundur Aron Jóhannesson 2.

Fráköst: 19 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 54

Hamar - Sindri 75:102

Hveragerði, 1. deild karla, 11. mars 2022.

Gangur leiksins:: 3:9, 9:16, 12:24, 16:31, 20:31, 25:37, 34:47, 36:54, 47:59, 52:65, 52:70, 58:75, 63:79, 63:91, 69:96, 75:102.

Hamar: Björn Ásgeir Ásgeirsson 24/5 stoðsendingar, Dareial Corrione Franklin 23/6 fráköst, Alfonso Birgir Söruson Gomez 6/4 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 5, Benoný Svanur Sigurðsson 5, Maciek Klimaszewski 5, Haukur Davíðsson 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Daði Berg Grétarsson 3.

Fráköst: 16 í vörn, 8 í sókn.

Sindri: Detrek Marqual Browning 31/8 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Jordan Connors 22/10 fráköst/5 stoðsendingar, Anders Gabriel P. Adersteg 21/8 fráköst, Patrick John Simon 12/7 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 7, Tómas Orri Hjálmarsson 5/5 fráköst, Ismael Herrero Gonzalez 4/5 stoðsendingar.

Fráköst: 29 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Hjörleifur Ragnarsson.

Áhorfendur: 36

Selfoss - Haukar 77:104

Vallaskóli, 1. deild karla, 11. mars 2022.

Gangur leiksins:: 10:6, 19:13, 30:18, 32:24, 32:34, 34:40, 36:46, 44:53, 47:56, 55:63, 60:69, 62:73, 64:80, 67:89, 73:93, 77:104.

Selfoss: Gasper Rojko 28/8 fráköst, Trevon Lawayne Evans 17/11 stoðsendingar, Gerald Robinson 10/5 fráköst, Birkir Hrafn Eyþórsson 9, Vito Smojver 7, Ísar Freyr Jónasson 6.

Fráköst: 13 í vörn, 4 í sókn.

Haukar: Jeremy Herbert Smith 25/4 fráköst, Orri Gunnarsson 13, Isaiah Coddon 13, Shemar Deion Bute 12/13 fráköst, Jose Medina Aldana 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Bragi Guðmundsson 11, Emil Barja 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ellert Þór Hermundarson 4, Ivar Alexander Barja 3.

Fráköst: 19 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Johann Gudmundsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 57

Höttur - ÍA 128:84

MVA-höllin Egilsstöðum, 1. deild karla, 10. mars 2022.

Gangur leiksins:: 6:11, 14:16, 18:19, 25:27, 33:32, 42:34, 51:40, 58:47, 71:51, 84:53, 94:60, 100:65, 104:67, 111:72, 123:80, 128:84.

Höttur: Arturo Fernandez Rodriguez 24/5 fráköst, Timothy Guers 20/12 fráköst/13 stoðsendingar, Matej Karlovic 19/6 stoðsendingar, David Guardia Ramos 18/4 fráköst, Juan Luis Navarro 16/13 fráköst/5 stoðsendingar, Matija Jokic 12/9 fráköst, Brynjar Snaer Gretarsson 6, Andri Björn Svansson 6, Sævar Elí Jóhannsson 5, Sigmar Hákonarson 2.

Fráköst: 34 í vörn, 18 í sókn.

ÍA: Lucien Thomas Christofis 27/9 fráköst/7 stoðsendingar, Aron Elvar Dagsson 26/9 fráköst, Þórður Freyr Jónsson 18, Arnþór Fjalarsson 10/6 fráköst, Júlíus Duranona 2, Felix Heiðar Magnason 1.

Fráköst: 15 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Agnar Guðjónsson, Daníel Steingrímsson.

Áhorfendur: 55

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert