Hagnaður Atorku 129 milljónir króna

Hagnaður Atorku Group nam 129 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins en hagnaður móðurfélagsins nam 5.427 milljónum króna. Hagnaður samstæðu nam 32 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi en móðurfélags 555 milljónum króna.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að í móðurfélagsreikningi eru allar fjárfestingar, þar með taldar fjárfestingar í dótturfélögum metnar á gangvirði (e. fair value). Breytingar á gangvirði á tímabilinu eru færðar í rekstrarreikning, þar með taldar gangvirðisbreytingar og arðstekjur frá dótturfélögum. Hins vegar er ekki tekið tillit til afkomu rekstrar hvers og eins dótturfélags á tímabilinu.

Í samstæðureikningi er beitt hlutdeildaraðferð og samstæðureikningsskilum þar sem rekstrarleg afkoma hvers og eins dótturfélags ásamt afkomu móðurfélags, án gangvirðismat á dótturfélögum, er lögð saman og myndar afkomu tímabilsins.

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku, segir í tilkynningu: „Afkoman fyrstu níu mánuði ársins er góð. Fyrirtækjaverkefni félagsins ganga vel og eignasafnið býður uppá margvísleg tækifæri. Gangi kaupin á Polimoon eftir munu þau gera Promens að einu stærsta plastfyrirtæki í Evrópu með um 60 milljarða veltu og 6000 starfsmenn. Vinna við aukningu umsvifa Jarðborana erlendis gengur einnig ágætlega og þar liggja áhugaverð tækifæri til vaxtar.”

Tilkynning til Kauphallar Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK