3,6 milljarða króna tap á rekstri Símans

Höfuðstöðvar Smans við Ármúla í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Smans við Ármúla í Reykjavík. mbl.is/Síminn

3,6 milljarða króna tap varð á rekstri Símans á síðasta ári, samanborið við 4 milljarða króna hagnað árið 2005. Hagnaður á síðari helmingi ársins var 2,8 milljarðar króna. Fyrirtækið segir, að afkoman á árinu öllu skýrist að miklu leyti af gengisþróun krónunnar og nam gengistapið um 5,8 milljörðum króna en hluti skulda Símans er í erlendri mynt.

Byrnjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að árið 2006 hafi verið Símanum að mestu hagstætt. Rekstur félagsins hafi gengið vel, framlegð aukist um 17% og sala um 16%. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir hafi aukist um 13%. Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta var 8,7 milljarðar en hins vegar hafi óhagstæð gengisþróun krónunnar töluverð áhrif á rekstrarniðurstöðuna, eins og hjá fleiri innlendum fyrirtækjum.

Sölutekjur Símans á síðari helmingi ársins 2006 námu 13.276 milljónum króna og jukust um 14,7% á milli ára. Salan fyrir allt árið 2006 nam 25.030 milljónum króna samanborið við 21.641 milljónir árið áður, sem er 15,7% aukning.

Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir var 8443 milljónir á árinu 2006, miðað við 7454 milljónir fyrir árið 2005, sem er 13,3% aukning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK