Samkeppniseftirlitið rannsakar Heimsferðir og Terra Nova

Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi, Heimsferða og Terra Nova
Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi, Heimsferða og Terra Nova mbl.is/Golli

Starfsmenn samkeppniseftirlitsins komu í morgun, 2. mars, með úrskurð um leit hjá fyrirtækjunum Heimsferðum og Terra Nova í Skógarhlíð 18. Samkvæmt úrskurðinum er til rannsóknar hvort samráð hafi átt sér stað milli ferðaskrifstofa innan Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem hafi hamlandi áhrif á samkeppni. Starfsmenn samkeppniseftirlitsins hafa það sem af er degi unnið að því að skoða gögn þeirra stjórnenda og starfsmanna sem þeir hafa óskað eftir.

Heimsferðir og Terra Nova vísa því alfarið á bug að hafa átt þátt í ólögmætri háttsemi og hefur starfsfólk fyrirtækjanna reynt eftir megni að aðstoða starfsfólk samkeppniseftirlitsins við rannsóknina, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK