Ríkasta kona Hong Kong látin

Nina Wang.
Nina Wang. AP

Nina Wang, ríkasta kona Hong Kong, er látin 67 ára að aldri. Ekki er ljóst hvert banamein hennar var. Wang komst í sviðsljósið eftir að hún var sökuð um að hafa falsað erfðaskrá eiginmanns síns þannig að hún erfði allar eignir hans. Hún fór síðar með sigur af hólmi í dómsmáli og fékk í hendur öll völd í fyrirtækinu Chinachem, sem maður hennar stofnaði.

Wang var í 35. sæti yfir ríkasta fólk í Asíu samkvæmt lista bandaríska tímaritsins Forbes.

Teddy Wang, eiginmanni Ninu, var rænt fyrir 15 árum. Hann fannst aldrei og 9 árum síðar var hann lýstur látinn. Eignir hans voru metnar á 5 milljarða dala og ekkja hans og faðir framvísuðu hvort sinni erfðaskrá sem voru afar ólíkar. Erfðaskráin sem Nina Wang framvísaði var handskrifuð en faðir Wangs hélt því fram, að hans eintak væri hið eina rétta. Hann höfðaði mál gegn ekkjunni og sakaði hana um skjalafals en málinu lauk árið 2005 með sigri Ninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK