Viðsnúningur í rekstri Skipafelagið Føroyar

Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Skipafelagið Føroyar, sem Eimskipafélagið keypti árið 2004. Færeyski viðskiptavefurinn business-line.fo segir, að íslenska sparnaðarhnífnum hafi verið beitt óspart með þeim árangri, að 27,5 milljóna danskra króna hagnaður varð á síðasta reikningsári samanborið við 16 milljóna halla árið áður.

Vefurinn segir, að tekjur hafi verið álíka og árið áður en rekstarkostnaður dróst saman. Alls starfa 284 hjá Skipafelagið Føroyar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK