Hluthafar í Vinnslustöðinni leystir undan samkomulagi

Hluthöfum í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem ákveðið höfðu að selja Eyjamönnum bréf sín verður gefinn kostur á að hætta við. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að þeim verði þá frjálst að selja Stillu, félagi Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, bréfin á hærra verði.

Stilla hefur gert hluthöfum í Vinnslustöðinni samkeppnistilboð á genginu sagst ætla að bjóða hluthöfum að kaupa hlutabréf þeirra í Vinnslustöðinni á genginu 8,50 krónur á hvern hlut. Eyjamenn höfðu áður boðið hluthöfunum 4,60 krónur á hlut og höfðu nokkrir hluthafar tekið því tilboði. Þeim verður nú gefinn kostur á að endurmeta það samþykki, að því er kom fram í fréttum RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK