19 milljónir ætla að kaupa iPhone

Níu af hundraði bandarískra farsímanotenda telja allar líkur á að þeir muni kaupa nýja farsímann frá Apple, iPhone, er hann kemur á markaðinn 29. júní. Það samsvarar því að alls seljist um 19 milljónir eintaka, eða næstum tvöfalt fleiri en Apple hefur gert ráð fyrir að selja fyrir árslok 2008.

Þetta eru niðurstöður könnunar sem Computerworld.com hefur greint frá. Níu prósent þátttakenda í könnuninni sögðust hafa „mikinn áhuga“ á að kaupa sér iPhone, þrátt fyrir að hann eigi að kosta á fimm til sex hundruð dollara, eða sem svarar 31-37 þúsund krónum, og verði læstur í áskrift hjá AT&T í tvö ár.

Það var greiningarfyrirtækið M:Metrics sem gerði könnunina, en þátttakendur voru um ellefu þúsund.

Áhugi Breta á símanum er ekki minni, en af 5000 manna úrtaki sögðust 30% þeirra sem höfðu heyrt um símann að þeir hefðu mikinn áhuga á að eignast hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK