Bakkavör og Glitnir kaupa Creative Foods að fullu

Bakkavör Group hefur keypt útistandandi hlutafé í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Í tengslum við kaup á 40% hlut í félaginu í mars 2006 stofnuðu Bakkavör Group og Glitnir nýtt félag, Bakkavör China, sem einbeitir sér að fjárfestingum í Kína.

Eftir kaupin á Bakkavör 80% hlut í Creative Foods og Glitnir 20%. Glitnir veitti ráðgjöf og fjármagnaði kaupin, en kaupverðið er trúnaðarmál. Kaupin munu hafa óveruleg áhrif á afkomu félagsins.

Creative Foods ræktar og framleiðir ýmiss konar salöt, eða um 250 vörutegundir í fimm verksmiðjum fyrir stórmarkaði og veitingahúsakeðjur í Kína. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 750 talsins. Á meðal helstu viðskiptavina fyrirtækisins er Yum! Brands, sem er ein stærsta veitingahúsakeðja í heimi og rekur meðal annars Kentucky Fried Chicken og Pizza Hut. Aðrir viðskiptavinir eru meðal annars Wal-Mart, Carrefour, Starbucks og Burger King.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK