Dow Jones náði 14.000 stigum

Frá hlutabréfamarkaðnum í New York
Frá hlutabréfamarkaðnum í New York Reuters

Dow Jones vísitalan náði 14.000 stigum við lokun í fyrsta skipti í dag. Vísitalan hækkaði um 82,19 stig og var 14.000,41 við lokun. Vísitalan náði í fyrsta skipti þeirri tölu í viðskiptum í fyrradag, en var rétt undir 14.000 við lokun í gær og fyrradag.

Aðrar vísitölur hækkuðu einnig í dag, Standard & Poor vísitalan hækkaði um 0,45% eða 6,90 stig og er nú 1.553 stig. Nasdaq tæknivísitalan hækkaði um 0,76% eða 20,55 stig og er nú 2.720 stig.

Gengi hlutabréfa í deCODE á Nasdaq hækkaði um 3,45% og er nú 3,90 Bandaríkjadalir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK