Olíuinnflutningur Kínverja eykst um 18%

Olíuinnflutningur Kínverja jókst um 18,1% á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tímabil á síðasta ári. Að sögn fréttastofunnar Xinhua nam innflutningurinn 773 milljónum tunna en á móti voru fluttar út 15,5 milljónir tunna.

Kínverjar eru aðrir helstu olíuneytendur heims á eftir Bandaríkjamönnum og eftirspurn heldur stöðugt áfram að vaxa enda er hagvöxtur mikill í landinu, var 11,9% á síðasta ársfjórðungi.

Kínverjar voru lengi sjálfum sér nógir með olíu en á 10. áratug síðustu aldar breyttist það. Hafa Kínverjar í kjölfarið m.a. aukið samskipti við Írana, Súdana og aðra olíuframleiðendur sem Vesturlönd eru að reyna að einangra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK