Sölutryggja 180 milljarða hlutafjárútboð Kaupþings

Kaupþing hefur lokið samningum við erlenda banka um að þeir sölutryggi hlutafjárútboð Kaupþings sem ráðist verður í á næstunni. Boðnar verða út um 200 milljónir nýrra hluta í bankanum á gengi litlu lægra en markaðsgengi. Lokagengi bréfa í Kaupþingi í gær var 914, þannig að miðað við markaðsverð er heildarútboðið að minnsta kosti 180 milljarða króna virði.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fer stór hluti útboðsins til JC Flowers og félaga sem greiðsla fyrir hollenska bankann NIBC sem Kaupþing keypti í sumar. Samið var um þann hluta, ásamt þeim hluta sem JP Morgan og fleiri erlendir bankar kaupa, á talsvert hærra gengi en lokagengi gærdagsins.

Forsvarsmenn Kaupþings munu harla ánægðir með þessa niðurstöðu og munu þrátt fyrir mikið verðfall á bréfum Kaupþings undanfarnar vikur telja að Kaupþing standi vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK