Tryggingaálagið of hátt hjá Kaupþingi

Höfuðstöðvar Kaupþings í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Kaupþings í Reykjavík.

Skuldatryggingaálag á skuldabréf Kaupþings er of hátt að mati greiningardeildar fjárfestingarbankans Merrill Lynch, en bankinn gaf nýlega út nýja skýrslu þar sem m.a. er fjallað um tryggingaálag á skuldabréfum íslenska bankans.

Segir í skýrslunni að eignasafn og lausafjárstaða Kaupþings séu ekki til þess fallin að valda fjárfestum áhyggjum. Líkur á stórfelldri rýrnun eigin fjár Kaupþings séu litlar og sömuleiðis sé bankinn vel staddur hvað varðar lausafé.

Að vísu telji Merrill Lynch að kaup Kaupþings á hollenska bankanum NIBC hafi ekki verið til hins besta, og að endurskipulagning á rekstri hollenska bankans sé nauðsynleg. Þá gerir greiningardeildin ekki ráð fyrir frábæru ári hjá Kaupþingi árið 2008. Hins vegar sé tryggingaálag upp á 3,40 prósentustig eða meira of hátt miðað við það sem áður hefur verið nefnt og mælir bankinn ekki með því að fjárfestar skortselji skuldabréf Kaupþings, þ.e. mælir gegn því að fjárfestar veðji á frekari hækkun álagsins. Hins vegar vill Merill Lynch sjá til hvernig mál þróast með NIBC áður en bankinn geti mælt með fjárfestingu í skuldabréfum Kaupþings.

Álagið sígur niður á við

Á fimmtudag var tryggingaálag á skuldabréf íslensku bankanna í hámarki. Var álagið 3,6 prósentustig fyrir Kaupþing, 2,55 prósentustig fyrir Glitni og 1,95 prósentustig fyrir Landsbankann. Þá hafði tryggingaálagið á skuldabréf íslenska ríkisins hækkað mikið á nokkrum dögum, farið úr 0,41% 16. nóvember í 0,76% á fimmtudaginn. Í gær lækkaði hins vegar álagið á bréf Kaupþings, Landsbanka og íslenska ríkisins, en álag á skuldabréf Glitnis hélt áfram að hækka. | 16
Í hnotskurn
» Tryggingaálag á skuldabréf endurspeglar mat markaða á því hversu líklegt sé að útgefandinn geti ekki staðið við skuldbindingar sínar.
» Því hærra sem álagið er því áhættusamari fjárfesting eru skuldabréfin talin vera.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK