Nota Finnland sem stökkpall

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans.
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Sverrir

„Finnland er eina Norðurlandið sem hefur tekið upp evruna, og það er ástæðan fyrir því að við hófum tilraun okkar til að leggja undir okkur Norðurlöndin [þar].“ Þetta er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, í grein í finnska vefritinu Virtual Finland.

Greinarhöfundur gerir innrás íslenskra fjármálafyrirtækja á finnskan markað að umfjöllunarefni. Segir hann innrásina vera undarlega í ljósi fámennis íslensku þjóðarinnar, en auk Landsbankans hafa Kaupþing banki, Glitnir og Straumur-Burðarás keypt sig inn á finnska fjármálamarkaðinn.

Niðurstaða greinarhöfundar er sú að sökum þess að Finnar tóku fyrstir Norðurlandaþjóða upp evruna noti íslenskir fjárfestar Finnland sem stökkpall yfir í alþjóðleg verkefni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK