Spáir illa fyrir íslenskum bönkum

Norski viðskiptavefurinn e24 hefur eftir aðalhagfræðingi fjármálafyrirtækisins First Securities, að breytist aðstæður ekki á fjármálamörkuðum til batnaðar innan skamms muni íslenskir bankar lenda í sömu martröð og bandarískir bankar. Talsmaður Kaupþings vísar þessu á bug.

„Staða þeirra er mörgum sinnum verri en bandarísku bankana og það verður í raun nánast ómögulegt fyrir þá að lifa af. Vegna þess hve þeir eru skuldsettir verða þeir að selja góðu eignirnar sínar á afar erfiðum markaði og þeir sitja uppi með hitt," segir Andreassen. Hann segir að enginn vilji heldur lána íslensku bönkunum fé eins og staðan er.

Andreassen segir, að í útrásarstefnu sinni hafi Íslendingar lagt áherslu á langtímafjárfestingar en fjármögnunin hafi verið til skamms tíma. Þess vegna séu Íslendingarnir afar berskjaldaðir nú vegna vandarmálanna á fjármagnsmarkaði. 

Jónas Sigurgeirsson hjá Kaupþingi vísar því á bug í samtali við e24, að bankakreppa sé yfirvofandi á Íslandi. Hann segir, að lausafjárstaða bankans sé mjög góð og betri en flestra annarra banka og Kaupþing þurfi ekki að leita út á markað eftir fjármögnun.

Frétt e24

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK