Kaupþing hækkar um 6,62%

Kaupþing hefur hækkað um 6,62% í Kauphöll Íslands það sem af er degi og í Stokkhólmi hafa bréf bankans hækkað um 4,09% en umtalsverð hækkun varð á Kaupþingi þar á fimmtudaginn. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 3,59%. SPRON hefur hækkað um 3,91% og Færeyjabankinn um 3,57%.

Hlutabréfavísitölur hafa hækkað alls staðar á Norðurlöndum. Í Ósló nemur hækkunin 0,73%, Stokkhólmi 3,61%, Helsinki 2,58% og Kaupmannahöfn 2,59%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur hækkað um 3,29%.

Gengi krónunnar hefur hækkað um 2,40% frá því viðskipti hófust klukkan níu í morgun og nema viðskipti á gjaldeyrismarkaði 25,6 milljörðum króna á einungis rúmri klukkustund. Gengisvísitalan stóð í 157,20 stigum við opnun í morgun en er nú 153,50 stig.

Gengi Bandaríkjadals er 76,55 krónur, evran er 119 krónur og pundið 152,43 krónur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK