Upplag dagblaða hefur aukist

AP

Upplag dagblaða í heiminum og auglýsingatekjur þeirra jukust á síðasta ári, að því er kom fram á ársfundi Alþjóðasamtaka dagblaða, (WAN), sem haldinn er í Gautaborg í Svíþjóð. Jókst sala á dagblöðum um 2,57% milli ára og hefur aukist um 9,39% á síðustu fimm árum.

Ef fríblöð eru talin með hefur upplag dagblaða aukist um 3,65% milli ára og um 14,3% á síðustu fimm árum. Fram kemur í ársskýrslu samtakanna, að fríblöð séu nú um 7% af öllu upplagi dagblaða og um 23% af upplagi dagblaða í Evrópu.

Auglýsingatekjur áskriftarblaða hafa einnig aukist, um 0,86% milli ára og 12,84% á síðustu fimm árum. Prentað mál er enn stærsti auglýsingamiðill heimsins með 40% markaðshlutdeild.

Timothy Balding, framkvæmdastjóri WAN, segir að uppdag dagblaða hafi aukist eða staðið í stað í um 3/4 hlutum heimsins á síðustu fimm árum og í um 80% landa á síðasta ári. Á þeim svæðum, einkum í Bandaríkjunum og Evrópu, þar sem upplag áskriftarblaða hefur dregist saman, hafa útgáfufélög leitað nýrra leiða til að afla auglýsingatekna með miklu úrvali af fríblöðum og margmiðlunartækni.

Í skýrslu WAN kemur að 74 af 100 söluhæstu dagblöðum heims eru gefin út í Asíu, flest í Kína, Japan og Indlandi.

Auglýsingatekjur á netinu jukust um 32,45% milli ára og um 200% á síðustu fimm árum. Þessar tekjur verða aðallega til í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu og Asíu.

Alls eru gefin út 312 fríblöð sem samtals koma út í 41 milljón eintaka. Er þetta 20% aukning á einu ári og 173,2% aukning á fimm árum. 

Heimasíða WAN 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK