Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum

Höfuðstöðvar seðlabankan Bandaríkjanna.
Höfuðstöðvar seðlabankan Bandaríkjanna. Reuters

Stjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ákvað í kvöld að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum og verða þeir því áfram 2%. Sérfræðingar höfðu almennt búist við þessari ákvörðun þótt Seðlabankinn þurfi bæði að bregðast við auknum verðbólguþrýstingi og hægagangi í hagkerfinu.

Í yfirlýsingu sagði seðlabankastjórnin, að þótt enn sé hætta á að samdrætti hafi hún einnig áhyggjur af vaxandi hættu á verðbólgu, aðallega  vegna hækkandi eldsneytisverðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK