Stálu milljónum greiðslukortanúmera

mbl.is/ÞÖK

Ellefu manns hafa verið ákærðir fyrir að stela meira en 41 milljónum greiðslukortanúmera í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um eitt stærsta hakkaramál og persónaupplýsingastuld allra tíma sé að ræða.

Þjófarnir lögðu áherslu á stórar smásölukeðju á landsvísu á borð við Barnes & Noble og T. J. Maxx, að því er fram kemur á vef International Herald Tribune. Sakborningarnir eru frá Bandaríkjunum, Eistlandi, Úkraínu, Kína og Hvíta-Rússlandi. Höfuðpaurinn er maður að nafni Albert Gonzalez og er frá Miami, Flórída.

Gonzalez og félagar skönnuðu þráðlaus net fyrirtækjanna og leituðu að öryggisholum. Þannig komu þeir upp forritum sem náðu í kreditkorta- og PIN-númer sem voru í notkun hverju sinni og í greiðslukortanúmer sem voru geymd í greiðslukerfum fyrirtækjanna. Númerin voru svo seld á vefnum og segulrendur með þeim sett á kort til að geta tekið þúsundir dala út úr hraðbönkum.

Ekki hefur fengist uppgefið hversu háum fjárhæðum var stolið, en samkvæmt upplýsingum IHT þrýsta yfirvöld á að Gonzalez muni þurfa að bæta 1,6 milljónir dala,  127 milljónir króna, ásamt öðrum eignum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK