Bandaríkin boða aðgerðir gegn skulda

Henry Paulson, fjármálaráðherra, Ben Bernanke, seðlabanakstjóri, og Nancy Pelosi, forseti …
Henry Paulson, fjármálaráðherra, Ben Bernanke, seðlabanakstjóri, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ræddu við blaðamenn að fundi loknum. MITCH DUMKE

Bandarísk stjórnvöld hafa boðað aðgerðir sem vonast er til að bindi enda á kreppuna á fjármálamörkuðum.

Henry Paulson, fjármálaráðherra, og Ben Bernanke, seðlabankastjóri sátu í gærkvöld fund með leiðtogum Bandaríkjaþings, en menn heita því að bregðast hratt við vegna óróans á fjármálamörkuðum. Paulson hefur ekki fengist til þess að upplýsa nánar í hverju aðgerðirnar gætu fólgist. Hann legur áherslu á að aðgerðirnar þurfi samþykki Bandaríkjaþings, enda muni þær fela í sér lagabreytingu. 

Fréttaskýrendum greinir á um hvort fyrirhugaðar aðgerðir muni fela í sér löggjöf sem myndi skylda lánastofnanir til að endursemja um þau lán sem íbúðareigendur eiga í erfiðleikum með að greiða eða hvort komið verði á sérstökum sjóði sem hafi það að hlutverki að kaupa svo kölluð undirmálslán af bankakerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK