Bankakreppan verst í Danmörku

Danske bank er einn stærsti danski bankinn.
Danske bank er einn stærsti danski bankinn.

Kreppan, sem herjar nú á bankakerfið víða um heim, er hvergi verri í Evrópu en í Danmörku. Þetta fullyrðir danska viðskiptablaðið Børsen í dag og segir ástæðuna þá, að auk lausafjárskorts, sem bankar um allan heim glími nú við, lækki fasteignaverð nú hratt í Danmörku og þar með verðgildi veða sem bankar hafa fyrir lánum sínum á innanlandsmarkaði.

Blaðið hefur m.a. eftir  Andreas Håkansson hjá fjárfestingarbankanum UBS, að fasteignaverð í Danmörku hafi hækkað verulega þar til haustið 2006 en á sama tíma hafi framboð á nýbyggingum einnig náð hámarki. Þess vegna hafi verið offramboð á fasteignamarkaði sem hafi leitt til verðfalls. Hjá dönskum bönkum snúist máli ekki aðeins um að útvega fjármagn heldur séu veðin að rýrna.

Þá er haft eftir Janne Thomsen, sérfræðingi hjá Moody's í Lundúnum, að hrun Roskildebanka hafi aukið til muna á erfiðleika danska bankakerfisins í heild. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK