Hinir bankarnir tapa líka

Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis segist afar ósáttur við hvernig fór með kaup ríkisins á sjötíu og fimm prósentum í bankanum. Honum sé skylt að gæta hagsmuna hluthafa og það hafi ekki tekist. Hann hitti forsætisráðherra á fundi í stjórnarráðinu eftir hádegi.

Á fundi fulltrúa ríkisstjórnarinnar með talsmönnum Stoða í morgun var komið inn á áhrifin á hina bankana samkvæmt heimildum fréttastofu. Fram kom í máli talsmanna Stoða að áhrifin á eigið fé hinna bankanna gætu numið tugum milljarða þar sem þeir ættu útistandandi veð í Glitni og félögum tengdum bankanum. Áhrifin á Landsbankann yrðu mun meiri en á Kaupþing,  Þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Ljóst er að margar auðugustu fjölskyldur landsins tapa á ríkisvæðingu Glitnis, Baugsfjölskyldan þó mest.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK