Margir sem bera tjón sitt í hljóði

Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, segir að kaup ríkisins hafi komið sér verulega á óvart. „Fyrir helgi var eigið fé Glitnis upp á 200 milljarða og í þessari yfirtöku er það metið á í kringum 30 milljarða, án þess að tilkynnt hafi verið um verulegt útlánatap,“ segir Vilhjálmur. 

Hann segir bankana hafa farið of geyst í útrásina og lítill hluti hennar virðist hafa gengið upp. Hann segir að ef ríkið ætli sér á annað borð að eiga Glitni er eðlilegt að það eigi hann sem lengst.

„Stórir sem smáir hluthafar virðast hafa lítið haft um þetta [kaupin] að segja, úr því að stjórnarformaður Glitnis telur að ríkið hafi keypt of stóran hlut. [...] Það eru ábyggilega margir sem bera tjón sitt í hljóði,“ segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur segir kaup ríkisins áfellisdóm yfir eigendum Glitnis.
„Þetta er að einhverju leyti eigendavandamál, eigendurnir hafa ekki getað komið bankanum til bjargar. Þessir sömu eigendur virðast ekki njóta trausts,“ segir Vilhjálmur. Hann segist sjálfur eiga 800-900.000 kr. að nafnverði í Glitni og því hafi hann tapað andvirði nokkurra bifreiða á bankanum.

Vilhjálmur segir erfitt að treysta yfirlýsingum stjórnenda Glitnis úr þessu, þar sem þeir hafi lýst því yfir nýlega að staða bankans væri traust.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK