Lánshæfismat Íbúðalánasjóðs lækkað

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat Íbúðalánasjóðs vegna langtímaskuldbindinga í íslenskum krónum í A úr A+. Jafnframt var lánshæfiseinkunn vegna langtímaskuldbindinga í erlendri mynt lækkuð í A- úr A. Þá voru langtímaeinkunnir settar á athugunarlista með neikvæðum vísbendingum.

Lánshæfiseinkunn fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt var lækkuð í
A-2 úr A-1 og einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar í íslenskum krónum
A-1 var staðfest.

Lækkun á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs er gert í kjölfar lækkunar á
lánshæfismati ríkissjóðs Íslands vegna stuðnings við Glitni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK