Stjórnendur og eigendur Glitnis ekki með í ráðum

Friðrik Tryggvason

Ekkert samráð var haft við eigendur og stjórnendur Glitnis, þegar forsvarsmenn Kaupþings og Landsbankans gerðu um það tillögu, að farin yrði svokölluð Washington Mutual leið, með Glitni, en þær hugmyndir fela það í sér, að hefðbundinni bankastarfsemi Glitnis væri hætt og ákveðnar einingar og eignir seldar frá bankanum.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins líta eigendur og stjórnendur Glitnis þannig á að um síðustu helgi, hafi komist á bindandi samningur á milli Glitnis annars vegar og Seðlabanka og ríkisstjórnar hins vegar, þegar ráðandi meirihluti eigenda Glitnis undirritaði samning, þar sem gengið var að því að ríkissjóður eignaðist 75% hlut í Glitni fyrir 600 milljónir evra.

Úr röðum Glitnis heyrðist nú snemma í morgun, að þar á bæ teldu menn sig hafa vitneskju fyrir því að þegar í fyrrakvöld, laugardagskvöld, hafi seðlabankamenn verið að undirbúa það sem nefnt er forsendubrestur á lagamáli, en með því hafi þeir verið að leita að átyllu til þess að rifta samningum við Glitni.

Sömuleiðis hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að í gær hafi Seðlabankinn sent til allt að 200 erlendra lánardrottna yfirlit og minnisblað undirritað af tveimur seðlabankastjórum, þeim Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni, um stöðu mála, og þar komi skýrt fram, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins að gengið er út frá því, að samningurinn á milli ríkisins og Glitnis sé í fullu gildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK