Staða Kaupþings býsna góð

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson. mbl.is/Sverrir

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins að staða Kaupþings væri býsna góð. Hins vegar breyttust aðstæður mjög hratt þessa dagana. Hann sagði, að Kaupþing myndi starfa eðlilega á morgun.

„Fyrir 10 dögum var allt í stakasta lagi. Síðan kom þessi kreppa  með Glitni um síðustu helgi og það er ótrúlegt hvað hefur gerst með íslensk fjármálafyrirtæki," sagði Sigurður.

Hann sagðist telja varhugavert að ríkið tæki 75% eignarhlut í Glitni og vonaði að það yrði ekki niðurstaðan á endanum.  Sagðist Sigurður telja, að hægt yrði að taka þessar ákvarðanir til baka enda væru aðstæður nú allt aðrar en þær voru fyrir rúmri viku og alger forsendubrestur hefði orðið.

Sigurður sagði, að þetta væri sennilega einhverjir verstu tímar efnahagslega sem fólk hefði lifað. Þess vegna fagnaði hann inngripi stjórnvalda í dag. Hann sagði að stjórnvöld vildu greinilega hafa allar leiðir opnar til að  grípa til aðgerða.

Hann sagðfesti, að Kaupþing hefði fengið tryggt lán frá Seðlabankanum sem bankinn hefði sett trygg erlend verðbréf í banka í eigu Kaupþings að veði á móti. Hann sagðist hins vegar ekki vilja staðfesta að lánið hefði verið að fjárhæð 500 milljarðar króna en um væri að ræða háa upphæð. Hann sagði að Seðlabankinn væri öruggur um að fá þessa peninga til baka.   

Fram kom hjá Sigurði, að Kaupþing hefði selt mikið af eignum síðustu daga, aðallega þó síðustu viku, og væri þess vegna vel í stakk búinn til að mæta þeim áföllum sem nú hefðu dunið yfir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK