Japanar vilja að IMF byrji hér

Taro Aso, forsætisráðherra Japans.
Taro Aso, forsætisráðherra Japans. Reuters

Japönsk stjórnvöld segjast munu leggja það til á fundi G7 ríkjanna svonefndu í Washington í dag að Íslandi verði komið til aðstoðar gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Reutersfréttastofan hefur þetta eftir Taro Aso, forsætisráðherra Japana. 

Fram kom á blaðamannafundi Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, og Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, í dag, að verið væri að kanna hvaða skilyrði IMF myndi setja fyrir því að setja upp svonefnda áætlun fyrir Ísland. Engin ákvörðun hefði hins vegar verið tekin um hvort aðstoðar sjóðsins yrði leitað.

Reuters segir, að Japanir séu reiðubúnir að styrkja IMF til að aðstoða þau lönd sem orðið hafa illa úti vegna fjármálakreppunnar. „Ef IMF getur eitthvað lagt að mörgum vil ég að það sé gert með sveigjanlegum hætti. Japan mun vinna að því, m.a. með því að leggja sjóðnum til fjármagn," sagði Shoichi Nakagawa, fjármálaráðherra, við blaðamenn í Washington í dag. „Japanar eru reiðubúnir til að taka forustu um að styðja lönd með því að útvega fjármagn," bætti hann við.

Samkvæmt áætlun Japana þurfa lönd, sem óska eftir fjármagni úr sjóðnum, að leggja fram áætlun um hvernig fjármálakerfið verði endurskipulagt, þar á meðal að afskrifa svonefnd undirmálslán og aðrar verðlitlar eignir. Reuters segir ekki ljóst, hvort sett verði önnur skilyrði af hálfu sjóðsins við þessar aðstæður en venjulega er gert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK