IMF vill aðstoða Ungverja

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) sagðist í dag vera reiðubúinn að aðstoða Ungverja vegna efnahagserfiðleika, sem þar eru vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar.

Segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri IMF, í yfirlýsingu, að sjóðurinn vinni með ungverskum stjórnvöldum og Evrópusambandinu að leiðum til að mæta ástandinu, þar á meðal að veita hugsanlega tæknilega eða fjárhagslega aðstoð. 

Ferenc Gyurcsány, forsætisráðherra Ungverjalands, sagðist í dag fagna þessari yfirlýsingu en aðeins verði leitað til IMF um fjárhagsaðstoð ef öll önnur sund lokast. 

„Við þurftum á þessu tilboði að halda svo þeir, sem ráðast á okkur, sjái að við höfum öfluga stuðningsmenn og að Ungverjaland stendur ekki eitt," sagði Reutersfréttastofan eftir Ferenc Gyurcsány.

Ungverjaland hefur verið skilgreint sem nýmarkaðsland líkt og Ísland og hefur farið illa út úr fjármálakreppunni. Fjárfestar hafa flúið þaðan í öruggari höfn dala, evra og svissneskra franka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK