Spáir að formlegt erindi til IMF komi bráðlega

Frá ársfundi IMF og Alþjóðabankans í síðustu viku.
Frá ársfundi IMF og Alþjóðabankans í síðustu viku. Reuters

Bandaríska viðskiptablaðið Wall Street Journal hefur eftir ónafngreindum íslenskum embættismanni, að íslensk stjórnvöld muni væntanlega óska formlega eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) um helgina.

Blaðið segir, að gjaldeyrismarkaðurinn á Íslandi sé enn óvirkur og spurningar hafi vaknað um getu stjórnvalda til að uppfylla skuldbindingar varðandi lánagreiðslur. 

Blaðið segir, að Fjármálaeftirlitið hafi staðfest, að ekki hafi verið greidd 750 milljóna dala afborgun láns, sem Glitnir tók og var á gjalddaga á miðvikudag. Haft er eftir Kate Hill, talsmanni stofnunarinnar, að verið sé að fara yfir eignir og skuldir íslensku bankanna, sem hafa verið yfirteknir. 

Sérfræðingar, sem blaðið hefur rætt við, eru sagðir hafa komist að þeirri niðurstöðu að staða eigenda skuldabréfa bankanna verði neikvæð, eins og það er orðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK