Century fer yfir áform um Helguvíkurálver

Frá vinnu við járnabindingar á framkvæmdasvæði álvers Norðuráls í Helguvík.
Frá vinnu við járnabindingar á framkvæmdasvæði álvers Norðuráls í Helguvík. mynd/vf.is

Hagnaður bandaríska álfélagsins Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, nam 37 milljónum dala, jafnvirði 4,2 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 7 milljóna dala hagnað á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu félagsins kemur fram, að verið sé að yfirfara áætlanir við nýtt álver í Helguvík.

„Við erum að leggja víðtækt mat á stöðu Helguvíkurverkefnisins," segir Logan Kruger, forstjóri Century, í tilkynningu frá félaginu. „Við erum viss um að álverið verður á heimsmælikvarða þegar litið er til byggingarkostnaðar og umhverfisþátta. Þá munu efnahagsumsvifin, sem fylgja verkefninu styrkja Ísland á þessum umbrotatímum. Eins og umhverfið er gerum við ekki nýja samninga og aukum ekki kostnað í verkefninu. Við teljum að það sé möguleiki á skynsamlegum framgangi með tímanum en við munum á yfirvegaðan hátt meta hagkvæmni allra þátta verkefnisins á næstunni."

Þegar undan voru skilin óreglulegar tekjur og útgjöld var hagnaður á ársfjórðungnum 1,31 dalur á hlut en sérfræðingar höfðu spáð 1,49 dölum á hlut.

Tekjur jukust um 22% milli ára og voru 552,2 milljónir dala. Er tekjuaukningin m.a. rakin til framleiðsluaukningar í álverinu á Grundartanga. 

Gengi hlutabréfa Century, sem náði hámarki í maí og var þá 80,52 dalir á Nasdaqmarkaðnum á Wall Street, lækkaði um 8,5% í dag og er 13,93 dalir. Bréfin lækkuðu um 2% til viðbótar í viðskiptum eftir að markaðnum var lokað og ársfjórðungsuppgjörið var birt og er gengið 13,61 dalur. 

Tilkynning Century Aluminium

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK