Gjaldfelli ekki kröfu á Eimskip

Eimskip getur frestað gjalddögum skuldabréfanna, en þó ekki lengur en …
Eimskip getur frestað gjalddögum skuldabréfanna, en þó ekki lengur en til 30. júní. Rax / Ragnar Axelsson

Eimskipafélagið hefur náð samkomulagi við eigendur ákveðinna skuldabréfa um að þeir falli frá rétti sínum til að gjaldfella kröfuna á hendur félaginu.

Um er að ræða skuldabréfaflokkana HFEIM 071 og 072, en við útgáfu þessara flokka hafði Eimskip skuldbundið sig til að tryggja að hlutfall bókfærðs eigin fjár færi ekki niður fyrir 25%. Eimskip gat ekki tryggt þessi viðmið og þurfti því að leita stuðnings skuldabréfaeigenda á meðan unnið er að endurskipulagningu og endurfjármögnun félagsins.

Í Hálffimm fréttum Kaupþings segir að Eimskip vinni nú að því að ná samkomulagi við þann hluta eigenda skuldabréfa sem hefur ekki gengið frá samningi við félagið.

Háð sölu Versacold Atlas

„Eimskip hefur nú heimild til að fresta gjalddögum skuldabréfanna þar til 30 dögum eftir sölu á frystigeymslustarfsemi félagsins í Norður Ameríku en þó eigi síðar en 30. júní 2009. Þá verði öllum vaxtagreiðslum frestað til gjalddaga og gjaldfallnir vextir bætast við höfuðstól.

Skuldabréfaflokkur HFEIM 071 er 1,5 milljarður króna að nafnvirði og skuldabréfaflokkur HFEIM 072 er 8 milljarðar að nafnvirði. Það er ljóst að áframhaldandi rekstur Eimskipafélagsins er háður sölu Versacold Atlas en ólíklegt verður að teljast að félagið geti leitað annarra leiða til að tryggja fjármögnun félagsins,“ segir í Hálffimm fréttum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK