Leikhlé tímabært á mörkuðum?

Danske bank.
Danske bank.

Hugsanlega gæti þurft að loka tímabundið kauphöllum haldi yfirstandandi hrun á gengi hlutabréfa áfram, að mati Danske Bank og Saxo Bank.

Í frétt á vefsíðu Børsen er haft eftir sérfræðingum bankanna tveggja að eigi að koma í veg fyrir fullkomið hrun á hlutabréfamörkuðum og alvarlega kreppu gæti þurft að loka kauphöllum.

Undanfarna daga hafa kauphallir á norðurlöndunum lækkað um mikið og segir í fréttinni að lækkanirnar megi rekja að stórum hluta til þess að vogunarsjóðir séu að selja hlutabréfaeignir sínar. Ekki sé vitað hvað mikið standi eftir af þessum eignum sjóðanna og því erfitt að sjá hve lengi lækkunarhrinan muni standa.

Haldi markaðir áfram að lækka um 2-4% á dag sé nauðsynlegt að loka kauphöllum. Stemningin á mörkuðum einkennist ekki lengur af ofsahræðslu, heldur algerri uppgjöf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK