Erfitt fyrir fólk og fyrirtæki

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, gerir grein fyrir vaxtahækkun bankans …
Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, gerir grein fyrir vaxtahækkun bankans í dag. mbl.is/Kristinn

Davið Oddsson, seðlabankastjóri, sagðist gera sér grein fyrir að háir stýrivextir myndu koma illa við fólk og fyrirtæki.  Hins vegar væri nauðsynlegt að skapa hér forsendur til að gjaldeyrisviðskipti kæmust í eðlilegt horf og styðja við gengi krónunnar

Davið sagði að þau skilyrði sem nú væri sköpuð ættu frekar að verða til þess að fólk, sem ætti íslenskar krónur, héldi þeim  hér á Íslandi í stað þess að skipta þeim yfir í erlenda mynt.

Það á sérstaklega við fjárfesta sem eiga svokölluð krónubréf. Mikilvægt er, að mati Seðlabankans, að þeir hafi valkosti um að ávaxta krónurnar hér á landi. Ef þessir fjárfestar, en krónubréfaútgáfa stendur í um 300 milljörðum króna samkvæmt Lánasýslu ríkisins, flytja krónur við fyrsta tækifæri út er mikil hætta á að gengi krónunnar hríðfalli.

Davíð Oddsson sagði að engir formleg samskipti hafi átt við þá sem gefi út og miðli krónubréf. Hins vegar væri komið til móts við þessa fjárfesta með því að skapa þeim betri skilyrði, m.a. með hækkun stýrivaxta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK