Töluvert gengið á gjaldeyrisforða

Töluvert hefur verið gengið á gjaldeyrisforðann undanfarið.
Töluvert hefur verið gengið á gjaldeyrisforðann undanfarið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gjaldeyrisforði og erlendar línur Seðlabankans voru í lok september í kringum 4 milljarðar evra. Töluvert hefur verið gengið á forðann undanfarið, en samkvæmt tölum á heimasíðu Seðlabankans eru um 1,5 milljarðar evra af gjaldeyrisforðanum annaðhvort fallnir á gjalddaga eða munu gera það innan tveggja mánaða, að því er fram kemur í úttekt greiningardeildar Kaupþings á fleytingu krónunnar sem send var til viðskiptavina bankans.

Í uppboðum á gjaldeyri síðustu vikna má ætla að 233 milljónir evra hafi verið notaðar af gjaldeyrisforðanum. Loks var 500 milljóna evra lán veitt úr varaforðanum þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi gegn veði í FIH bankanum danska í október sl.

Samanlagt má því segja að gengið hafi verið á forðann sem nemur rúmlega 2,2 milljörðum evra. Eftir gæti því staðið forði á bilinu 6-8 milljarðar evra, eftir því hversu mikil lán verða fengin.

Þar sem væntanlegt útflæði vegna erlendra fjárfesta verður síður en svo óyfirstíganlegt mun framvinda krónunnar þegar horft er fram á veginn ráðast af því hvernig brugðist verður við innanlands.

Verði áætlun stjórnvalda nægilega trúverðug virðist lítið því til fyrirstöðu að krónan geti styrkst á ný. Flótti erlendra fyrirtækja úr íslenskum skuldabréfum og gjaldeyri gæti raunar skapað tækifæri fyrir innlenda fjárfesta, að því er fram kemur í úttekt greiningardeildar Kaupþings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK