Heildarlánapakkinn 10,2 milljarðar dala

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Alls fá Íslendingar lánaða 10,2 milljarða dala í gegnum áætlun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Inni í þeirri fjárhæð eru lán frá Bretum og Hollendingum vegna innistæðna á reikningum íslensku bankanna í löndunum tveimur. Um fjórðungur fjárhæðinnar kemur frá norrænu ríkjunum, segir Martti Hetemaki, aðstoðarfjármálaráðherra Finnlands í samtali við Reuters fréttastofuna.

Ísland mun fá allt að þremur milljörðum Bandaríkjadala, frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, Rússlandi og Póllandi. Að auki hafa Færeyingar boðið Íslendingum lán sem nemur um 50 milljónum Bandaríkjadala.

Á blaðamannafundi hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum nú síðdegis kom fram að talið er að kröfur vegna innistæðureikninga hjá íslensku bönkunum erlendis nemi um 5-6 milljörðum Bandaríkjadala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK