Raunverðlækkun húsnæðis 17%

Húsnæðisverð hefur lækkað nokkuð á þessu ári. Að raunvirði er lækkunin á höfuðborgarsvæðinu um 17% frá upphafi árs. Þessi þróun kemur ekki á óvart í ljósi þess að húsnæðisverð lækkar almennt allnokkuð í banka- og gjaldeyriskreppum. Viðbúið er að húsnæðisverð lækki meira og jafnvel miklu meira. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Glitnis.

„Þorri íslenskra heimila verður illa undir í þessari þróun en um 80% íslenskra heimila eiga það húsnæði sem þau búa í. Afar stór hluti af sparnaði landsmanna er bundinn í húsnæði sem eigið fé á móti skuldum. Eiginfjárhlutfallið er afar mismunandi en verst fer sparifé þeirra sem eru með lágt eiginfjárhlutfall í eign sem lækkar hvað mest í verði. Erfiðleikarnir eru mestir  meðal þeirra sem þurfa nú að borga háar afborganir samhliða því að standa frami fyrir tekjusamdrætti vegna kreppunnar.

Húsnæðisverðshækkanir undanfarinna ára hafa ásamt vaxandi kaupmætti og fleiri þáttum verið grundvöllur aukinnar neyslu. Ávinningurinn eða eiginfjáraukningin hefur verið veðsett að hluta og nýttur í neyslu. Eignaverðsáhrif hækkandi húsnæðisverðs hafa þannig knúið vöxtinn í hagkerfinu. Þessi áhrif eru tiltölulega sterk hér á landi vegna þess hve húsnæðiseign er almenn. Nú gerist hið gagnstæða. Húsnæðisverðslækkanir og væntingar um slíkt hefta aðgang að fjármagni. Flestum heimilum finnst þau einnig fátækari þegar eign þeirra hefur rýrnað í verði. Dregur þetta úr neyslu um þessar mundir," að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK