Finnur ráðinn til ársloka

Finnur Sveinbjörnsson.
Finnur Sveinbjörnsson. mbl.is/Golli

Stjórn Nýja Kaupþings banka hefur ákveðið að framlengja ráðningarsamning Finns Sveinbjörnssonar bankastjóra til ársloka 2009. Jafnframt var ákveðið að auglýsa starf bankastjóra laust til umsóknar undir árslok.
 
Bráðabirgðastjórn Nýja Kaupþings banka réð Finn tímabundið til starfa í október  2008. Núverandi bankastjórn leysti bráðabirgðastjórnina af hólmi 10. nóvember 2008 og segir í tilkynningu að bankastjórnin hafi síðan unnið markvisst með Finni að því að skipuleggja og móta starfsemi og rekstur nýs banka.
 
„Finnur starfaði ekki hjá „gamla bankanum“ og ráðning hans markaði því í sjálfu sér ákveðin skil nútíðar og fortíðar í forystu fyrirtækisins. Þessi skil voru síðan skerpt enn frekar með breytingum í stjórnendateymi bankans um síðustu áramót. Stjórn Nýja Kaupþings banka telur það gagnast hagsmunum bankans best að framlengja ráðningarsamninginn við Finn og lýsa yfir fullum stuðningi við hann og hið nýja stjórnendateymi í brýnum og vandasömum verkefnum sem unnið er að til að festa starfsemi bankans í sessi og skapa honum trúnað og traust í samfélaginu," segir í tilkynningu bankastjórnarinnar. 

Þar kemur einnig fram, að í  ljósi erfiðrar skuldastöðu fyrirtækja hafi bankinn endurskoðað ferli og viðmiðanir við úrlausn þeirra mála. Þá muni bankinn á næstunni takast á við umfangsmikil, erfið og umdeild skuldamál stórra lántaka. Þessar aðgerðir hafi verið undirbúnar undir stjórn núverandi bankastjóra. Hér séu miklir hagsmunir í húfi og því mikilvægt að engin óvissa skapist um stöðu bankastjórans á sama tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK