Áætlanir um endurreisn fjármálakerfisins brátt kynntar

Ríkisstjórnin stefnir að því að gera í næstu viku nánari grein fyrir fyrirætlunum sínum um endurreisn fjármálakerfisins. Nefnd á vegum forsætisráðuneytisins sem starfar undir forystu Svíans Mats Josepsson, mun gera ríkisstjórninni grein fyrir fyrstu tillögum sínum í lok þessarar viku.

Þetta kom fram þegar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flutti Alþingi skýrslu um stefnu ríkisstjórnarinnar í kvöld. Sagði Jóhanna, að markmiðið væri að hér á landi dafni heilbrigð fjármálastarfsemi sem taki fyrst og fremst mið af þörfum viðskiptavina bankanna. Þannig verði lagður grunnur að því að bæta hag fyrirtækja og almennings.

Þá sagði Jóhanna að grundvallaratriði í starfi nýrrar ríkisstjórnar væri ábyrg stjórn efnahags- og peningamála. „Í ríkisfjármálum þarf að leggja drög að áætlun til næstu missera og hefja undirbúning fjárlagavinnunar fyrir næstu ár. Í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands, sem lagt hefur veriðfram á Alþingi er mælt fyrir um sértaka peningastefnunefnd. Nefndin fari með ákvörðunarvald um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum.

Slík peningastefnunefnd gæti leikið lykilhlutverk við mótun stefnu í gjaldeyris- og peningamálum hér á landi á næstu misserum. Í nefndinni er gert ráð fyrir að sæti eigi sérfræðingar utan bankans, innlendir sem erlendir. Slíkt getur verið til þess fallið að auka á trúverðugleika þeirrar peningamálastefnu sem rekin er," sagði Jóhanna Sigurðardóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK