„Ísland: Land án hagkerfis"

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Ísland: Land án hagkerfis, nefnist grein sem Ársæll Valfells, prófessor við Háskóla Íslands, ritar á vef Forbes tímaritsins í dag. Segir Ársæll að þrátt fyrir efnahagskreppu og óstöðugleika í stjórnmálum þá eigi það versta enn eftir að koma. Á einu ári hafi atvinnumálin þróast frá því að hér hafi vinnuafl verið sótt til útlanda í 10% atvinnuleysi. 

Hann segir að vegna stærð bankanna miðað við verga landsframleiðslu þá hafi íslensku bankarnir verið þeir fyrstu til þess að skaðast þegar lánsfjármarkaðir þornuðu upp á árinu 2007. Síðan hafi fall Lehman Brothers ekki bætt úr. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hafi síðan að lokum tekið bankana af lífi með setningu hryðjuverkalaga gagnvart eignum íslensks banka og íslenskra fyrirtækja. Breska fjármálaeftirlitið krafðist þess að dótturfélag Kaupþings, Singer and Freidlander, seldi Edge netbankaþjónustuna til ING-Direct sem þurfti að fá aðstoð frá hollenska ríkinu tveimur vikum síðar upp á 13,4 milljarða Bandaríkjadala. 

Ársæll fer ofan í saumana á aðgerðum breskra yfirvalda gagnvart Landsbankanum og íslenska ríkinu varðandi Icesave reikninga bankans og tekur fram að bresk stjórnvöld hafi á sínum tíma ekki haft neitt á móti því að innheimta allt að 40% skatt af innistæðum á reikningum Icesave. Bresk stjórnvöld hafi hirt hagnaðinn en íslenskir skattgreiðendur hafi þurft að bera alla áhættuna.

Grein Ársæls „Iceland: The Land Without An Economy“ í heild


Ársæll Valfells
Ársæll Valfells
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK