Enn eitt dagblaðið hættir prentútgáfu

Hearst hefur ákveðið að hætta útgáfu Seattle Post-Intelligencer (P-I)
Hearst hefur ákveðið að hætta útgáfu Seattle Post-Intelligencer (P-I) AP

Bandaríska dagblaðið Seattle Post-Intelligencer (P-I) kemur á morgun út í síðasta skipti í prentaðri útgáfu. Eftir það verður blaðið einungis gefið út á netinu. Seattle bætist þar í hóp bandarískra stórborga þar sem einungis er gefið út eitt dagblað í prentútgáfu. Eigandi blaðsins, Hearst, hefur ákveðið að leggja niður prentsmiðju blaðsins eftir nærri 150 ára prentútgáfu. Verður útgáfa blaðsins á netinu ein sú stærsta á bandarískum netblaðamarkaði. 

Frank Bennack, forstjóri Hearst, segir að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun eftir 146 ára samfellda útgáfu dagblaðsins. Hins vegar sé markmið útgáfunnar nú  að gera SeattlePI.com að leiðandi frétta- og upplýsingaveitu á svæðinu. 

Hearst hefur einnig tilkynnt að samstarfi útgáfufélagsins og hins dagblaðsins í Seattle, The Seattle Times, hafi verið slitið en dagblöðin hafa deilt með sér kostnaði við útgáfurnar til þess að reyna að draga úr kostnaði.

 P-I er annað bandaríska stórblaðið sem hættir útgáfu á árinu en fyrr í dag var birt skýrsla um fjölmiðla þar sem fram kom að bandarísk dagblöð séu mörg mjög illa stödd og útlit fyrir að staða þeirra eigi einungis eftir að versna á næstunni.

Líkt og önnur bandarísk dagblöð hefur P-I átt í verulegum rekstrarerfiðleikum vegna samdráttar í auglýsingum, minni sölu og sífellt stækkandi lesandahóp sem les fréttir á netinu án þess að greiða fyrir það.

Dagblaðið Mountain News hætti útgáfu í febrúar og er einungis eitt dagblaðið nú gefið út í Denver, The Denver Post. Auk þess sem nokkrar dagblaðaútgáfur hafa farið í greiðslustöðvun, þar á meðal  Tribune Co., eigandi  Los Angeles Times, Chicago Tribune auk sex annarra dagblaða.

P-I var stofnað árið 1863 og hét þá Seattle Gazette. Blaðið var gefið út í 114 þúsund eintökum en ákvörðun Hearts um að hætta útgáfunni kemur í kjölfar þess að í tvo mánuði hefur verið reynt að selja útgáfuna án árangurs. Hearst, sem hefur gefið blaðið út frá árinu 1921, segir að dagblaðið hafi verið rekið með tapi frá árinu 2000 og á síðasta ári hafi tapið numið 14 milljónum dala. Ekki liggur ljóst fyrir hversu margir 170 starfsmanna blaðsins halda vinnunni á netútgáfu þess.

Hearst tilkynnti fyrr í mánuðinum að annað hvort yrði útgáfu San Francisco Chronicle hætt, en dagblaðið tapaði 50 milljónum dala á síðasta ári, eða það sett í sölu nema starfsfólk samþykkti að taka á sig verulega launaskerðingu.

Upplýsingar um Hearst fjölmiðlasamsteypuna 


Hearst íhugar að hætta útgáfu San Francisco Chronicle
Hearst íhugar að hætta útgáfu San Francisco Chronicle Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK