Mikil óvissa um skuldastöðuna

Ekki er nóg að horfa á brúttó skuldastöðu hins opinbera á ákveðnum tímapunkti til að sjá raunverulega stöðu ríkis og sveitarfélaga.

Á fyrirlestri í Háskóla Íslands sögðu hagfræðinemarnir Guðmundur S. Guðmundsson og Ólafur Garðar Halldórsson að gríðarleg óvissa væri um ákveðna þætti í skuldastöðu ríkisins. Hins vegar yrði að horfa til vaxta á lánum ríkisins og möguleika þess til að standa undir vöxtum og afborgunum. Nefndu þeir sem dæmi að væru nafnvextir á skuldum ríkisins að meðaltali um 6% og hagvöxtur 2% þyrfti að reka ríkissjóð með ríflega 40 milljarða króna afgangi ættu skuldir ríkisins ekki að hækka á milli ára.

Meðal óvissuþátta eru t.d. hve mikið fáist upp í skuldbindingar Icesave reikninga Landsbankans erlendis. Þá geti gengi krónunnar haft umtalsverð áhrif á skuldastöðuna. Mikil óvissa sé enn ríkjandi varðandi endurfjármögnun bankanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK