Kaupa hlut í Íslenskum verðbréfum

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga hefur keypt tæplega 15% hlut í Íslenskum verðbréfum á Akureyri. Þar með eiga þrír lífeyrissjóðir tæplega 45% hlutafjár í félaginu, en hinir sjóðirnir eru Stapi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður Vestfirðinga.

Íslensk verðbréf voru stofnuð árið 1987. Í tilkynningu segir, að rekstur félagsins sé traustur, þrátt fyrir þau áföll sem fjármálalífið og íslenskt samfélag hafa orðið fyrir á síðustu mánuðum. Áætlanir geri ráð fyrir hagnaði árið 2009 og fyrstu mánuðir þessa árs séu í samræmi við það.

Íslensk verðbréf hafa sérhæft sig í eignastýringu fyrir fagfjárfesta, fyrirtæki og einstaklinga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK