Spá 1,2% hækkun vísitölu

Hagdeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs, sem birt verður í næstu viku, hækki um 1,2% milli mánaða. Samkvæmt því muni 12 mánaða verðbólga mælast 12% og hækka milli mánaða eftir  eftir að hafa lækkað fjóra mánuði í röð þar á undan.

Í Hagsjá bankans segir, að í mælingunni nú megi búast við þó nokkrum verðhækkunum í tengslum við skattahækkanir á áfengi og eldsneyti. Einnig má búast við hækkun á innflutningsvörum s.s. matvöru, húsgögnum o.fl. Aftur á móti gerir spá okkar ráð fyrir hóflegum áhrifum til lækkunar vegna fasteignaliðarins.

Skattahækkanir auka verðbólgu

Landsbankinn bendir m.a. á að hækkun áfengisverðs um 6-11% hækki vísitöluna um u.þ.b. 0,25%. Þá megi búast við að hækkun á eldsneyti valdi um 0,3-0,4% hækkun á vísitölunni í mánuðinum en um sé að ræða hækkun vegna skattabreytinga, gengisáhrifa og hækkunar á heimsmarkaðsverði.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK