HS Orka tekur kauptilboði Reykjanesbæjar

Borhola á vegum Hitaveitu Suðurnesja.
Borhola á vegum Hitaveitu Suðurnesja.

Stjórn HS Orku hf. samþykkti á fundi í dag samninga við Reykjanesbæ um sölu á landareignum og jarðhitaauðlindum í Svartsengi og á Reykjanesi ásamt samningum og leigu auðlindanna.

Fulltrúar Geysis Green Energy og Reykjanesbæjar í stjórn HS Orku samþykktu samningana að undanskildum fulltrúa Samfylkingarinnar.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is fór Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, til fundar við bæjarstjóra Grindavíkur að loknum stjórnarfundi, en Grindvíkingar hafa gagnrýnt samkomulagið harðlega.

Fram kom á stjórnarfundi HS Orku í dag, að Reykjanesbær hafi lýst vilja til þess, að framselja Svartsengissamningana til Grindavíkurbæjar hafi hann áhuga á þeim.  

Fram kemur í tilkynningu að stjórn HS Orku sé með þessum samningum að tryggja að auðlindir orkuveranna á Reykjanesi og í Svartsengi verði í eigu opinberra aðila í samræmi við lög.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK