500 stærstu í Kína slá þeim bandarísku við

Reuters

Fimm hundruð stærstu fyrirtækin í Kína högnuðust betur á síðasta ári heldur en fimm hundruð stærstu fyrirtækin í Bandaríkjunum. Hefur þetta aldrei gerst áður og þykir merki um hve grátt fjármálakreppan hefur leikið Bandaríkin.

Nam hagnaður kínversku fyrirtækjanna alls 171 milljarði Bandaríkjadala á meðan þau bandarísku högnuðust um 99 milljarða dala. Hagnaður kínversku fyrirtækjanna dróst saman um 13,2% á milli ára en þeirra bandarísku um 85%.

Stærsta kínverska fyrirtækið reyndist vera ríkisolíufyrirtækið Sinopec. Á heimslistanum Fortune Global 500 og skipar þar níunda sætið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK